Samlokufundur: Góður vinnufélagi í góðum starfshópi

Góður vinnufélagi í góðum starfshópi Samlokufundur fimmtudaginn 3. nóvember Á Samlokufundi fimmtudaginn 3. nóvember kl. 12-13 mun Reynar Kári Bjarnason sálfræðingur flytja fyrirlesturinn „Góður vinnufélagi í góðum starfshópi.“ Fjallað verður um hvað einkennir hópa, góðar og slæmar samskiptavenjur á vinnustað, ábyrgð stjórnenda, fagmennsku og góðan liðsanda. Reynar Kári hefur starfað sem sálfræðingur síðan árið 2012. […]

Haustfagnaður 2022

Haustfagnaður BFÍ verður haldinn þann 28. október 2022. Að þessu sinni verður haustfagnaðurinn haldinn í sal VFÍ að Engjateig 9, 105 Reykjavík. Dagskráin er þétt þetta árið en fram koma Vilhelm Anton Jónsson, Jakob Birgisson og Magnús Hafdal. Léttar veitingar í boði. Húsið opnar kl. 19:30 og eru byggingafræðingar hvattir til að fjölmenna.

Kjarakönnun BFÍ 2022

Kjarakönnun BFÍ var framkvæmd af Prósenti á tímabilinu 1. til 27. apríl 2022. Í úrtaki voru 400 byggingafræðingar á Íslandi. Svarendur voru 173 og svarhlutfall 43%. Þátttakendur voru beðnir um að svara spurningum út frá stöðu á vinnumarkaði og launum í febrúarmánuði árið 2022. Niðurstöður kjarakönnuninnar hafa nú verið send félagsmönnum í tölvupósti. Hafi póstur […]

Hlaðvarpsþættir frá SBR í Svíðþjóð.

SBR – Svenska Byggingenjörers Riksförbund sem er eitt af samstarfsfélögum BFÍ á norðurlöndunum heldur úti hlaðvarpi um byggingarbransann í Svíðþjóð og er vert að benda byggingafræðingum á hlaðvarpsþættina. https://byggochfastighetspodden.podbean.com/

Samstarf um upplýsingagjöf um algilda hönnun

Í dag, 5. maí var í húsi Grósku, skrifað undir samstarfsyfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), Arkitektafélags Íslands (AÍ), Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), Félags húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI), Byggingafræðingafélags Íslands (BFÍ) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um bætta upplýsingagjöf í aðgengismálum fyrir hönnuði í mannvirkjagerð. Yfirlýsingin er svo hljóðandi: Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ), Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag íslenskra […]

Stjórn BFÍ starfsárið 2022-2023

BFÍ hélt aðalfund þann 20.apríl á KEX Aðalfundurinn vel sóttur og var einnig streymt frá fundinum til þeirra sem ekki komust á staðinn. Á fundinum var kosið um 2 stjórnarmenn og voru Stefanía Helga Pálmarsdóttir og Ólöf Þrándardóttir kosnar áfram í stjórn og munu þær því sitja næstu 2 árin. Harpa Cilia Ingólfsdóttir var kosin […]

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.