Samlokufundur: Góður vinnufélagi í góðum starfshópi

Góður vinnufélagi í góðum starfshópi

Samlokufundur fimmtudaginn 3. nóvember

Á Samlokufundi fimmtudaginn 3. nóvember kl. 12-13 mun Reynar Kári Bjarnason sálfræðingur flytja fyrirlesturinn „Góður vinnufélagi í góðum starfshópi.“ Fjallað verður um hvað einkennir hópa, góðar og slæmar samskiptavenjur á vinnustað, ábyrgð stjórnenda, fagmennsku og góðan liðsanda.

Reynar Kári hefur starfað sem sálfræðingur síðan árið 2012. Hann útskrifaðist með B.S.- próf í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og Cand.psych gráðu frá sama skóla árið 2012.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.
Að venju fá félagsmenn VFÍ samlokur og drykki án endurgjalds, gildir einnig fyrir félagsmenn KBFÍ.

Streymt verður beint frá fundinum. (Hlekkur verður settur inn á vef VFÍ og á Facebooksíðu VFÍ).

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.