Um námið

Hagnýtt nám

Byggingafræði er 210 ECTS nám sem veitir BSc- gráðu og löggilt starfsheiti sem byggingafræðingur. Nemendur er færir um að sinna fjölmörgum störfum í atvinnulífinu, þvert á hin ýmsu svið byggingariðnaðar. Sér í lagi sem fagaðilar milli hönnuðua, eftirlitsaðila og framkvæmdaraðila. 

 

Námsgreinar 

Í náminu er snert á á fjöl mörgum greinum er snúa að byggingariðnaði. Þar á meðal eru arkítektúr, byggingartækni, efnisfræði byggingarefna, grunnatriði í burðarvirkjahönnun, lagnahönnun, framkvæmdafræði, tölvustudd hönnun, lögfræði, stjórnun og rekstur, mælingar, viðgerðir og endurbætur, samskipti, skipulag og áætlanagerð, hljóðfræði, vistvæni og sjálfbærni. 

 

Vekefnavinna

Í náminu leysa nemedur flókin og spennandi verkefni í gegnum svokallaða PBL (e. Project based learning) aðferðafræði, þ.e að “að læra með því að gera”. Námið er að miklu leyti byggt í kringum raunhæf verkefni þar sem nemendur öðlast færni og tileinka sér þá þekking og hæfni sem þarf til að geta leyst þau. 

 

Fræðin

Samhliða verkefnavinnu eru kenndir fræðilegir stoðáfangar sem sniðnir eru að verkefnavinnunni á hverjum tíma, þannig að sú þekking sem verið er að miðla nýtist nemendum á réttum tíma í verkefnavinnunni. 

 

Starfsnám

Hluti af námi í byggingafræði er í formi starfsnáms. Starfsnámið undirbýr nemendur vel fyrir vinnumarkaðinn að námi loknu.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.