57. Aðalfundur BFÍ 10.apríl 2025

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 10.apríl á Sólon við Bankastræti 7a (efri hæð)

Dagskrá aðalfundar

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári
  2. Reikningar félagsins, þ.m.t. reikninga deilda og sjóða félagsins, fyrir undanfarandi starfsár lagðir fram til samþykkis
  3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
  4. Tillögur félagsstjórnar
  5. Lýst kosningu stjórnar
  6. Kjör endurskoðanda og skoðunarmanns
  7. Lýst kosningu í stjórn Kjaradeildar félagsins
  8. Lýst kosningu í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi
  9. Laun formanns og stjórnarmanna
  10. Laga-og reglugerðarbreytingar
  11. Önnur mál

Farið verður yfir niðurstöður kjarakönnunar sem staðið hefur yfir í marsmánuði.

Léttar veitingar í boði.

Kosið er um 2 sæti í stjórn auk formanns en þeir aðilar hafi gefið kost á sér áfram til setu í stjórn. Framboð til stjórnar sendist á [email protected] fyrir 7.apríl.

Stjórn vonast til að sjá sem flesta á fundinum.

Kveðja stjórn BFÍ

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.