Kjarakönnun byggingafræðinga

Á síðustu dögum hófst kjarakönnun fyrir BFÍ sem framkvæmd er af Prósent.

Tölvupóstur hefur verið sendur á öll þekkt netföng byggingafræðinga. Ef tölvupóstur hefur ekki borist má senda nafn, símanúmer og netfang á [email protected] og bætt verður í útsendilistann.

Þátttakendur verða beðnir um að svara spurningum út frá stöðu á vinnumarkaði og launum í febrúarmánuði árið 2025.

Niðurstöður kjarakönnuninnar verða kynntar á aðalfundi BFÍ þann 10. apríl nk. og sendar félagsmönnum í tölvupósti í kjölfarið.

Einn heppinn þátttakandi kjarakönnunar þetta árið mun verða dreginn út á aðalfundinum og hlýtur hann gjafabréf fyrir tvo á Monkeys.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.