Metfjöldi byggingafræðinga brautskráður frá HR

Þann 1.febrúar fór fram brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík.

Athöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu þar sem alls 214 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík. Þar af voru brautskráðir 48 byggingafræðingar, sem er metfjöldi frá því að skólinn hóf kennslu í byggingafræði hér á landi.

Að venju veitti Byggingafræðingafélag Íslands (BFÍ) verðlaun við brautskráningu byggingafræðinga, og hlaut Sigrún Eva Magnúsdóttir að þessu sinni verðlaun BFÍ fyrir framúrskarandi námsárangur. Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn.

BFÍ sendir einnig öllum nýútskrifuðum byggingafræðingum innilegar hamingjuóskir og óskar þeim velfarnaðar í starfi.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.