Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar – 23. október í Hörpu
BIM Ísland býður til spennandi ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu þar sem erlendir sérfræðingar fjalla um hvernig stafrænar umbreytingar í mannvirkjagerð geta aukið virðissköpun og gæði.
Áherslur ráðstefnunnar:
- Open BIM í hönnun, framkvæmd og rekstri
- Stafræn stjórnsýsla byggingarmála
- Sjálfvirkni og gervigreind
Fyrirlesarar:
Helstu sérfræðingar Evrópu á sviði stafrænnar mannvirkjagerðar og BIM, sem jafnan koma fram á stórum alþjóðlegum ráðstefnum, verða með erindi. Sjá nánar á síðu viðburðar.
Fyrir hvern er ráðstefnan?
Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og sérfræðinga í mannvirkjagerð, sem vinna að eða stefna á stafræna þróun, til að auka þekkingu og styrkja tengslanetið. Ráðstefnan gefur tækifæri til að ná til breiðs hóps á heimavelli.
Miðaverð: 24.900 kr.
Innifalið er morgunverður, hádegisverður og glæsilegt kokteilboð við lok ráðstefnunnar.
Sæktu þér miða á tix.is – takmarkað sætaframboð.
Kveðja
Stjórn BIM Ísland