Fréttir af 56.aðalfundi BFÍ

Þann 11.apríl fór fram aðalfundur félagsins.

Fráfarandi stjórn BFÍ skipa:

Formaður: Stefán Þór Steindórsson

Varaformaður: Stefanía Helga Pálmarsdóttir

Gjaldkeri: Birkir Kúld

Aðrir stjórnarmeðlimir: Sverrir Hermann Pálmarsson, Ólöf Þrándardóttir,

Varamenn: Róbert Reynisson og Harpa Cilia Ingólfsdóttir.

Þrjú sæti í stjórn BFÍ voru til kosningar en skemmst er að segja frá því að Stefanía Helga Pálmarsdóttir, Ólöf Þrándardóttir og Harpa Cilia Ingólfsdóttir buðu sig allar fram að nýju og hlutu þær einróma kosningu að nýju til tveggja ára þar sem ekki nein mótframboð bárust til félagsins. Stjórn BFÍ starfsárið 2024-25 er því óbreytt frá sl. starfsári.

Einnig var kosið í Kjaradeild BFÍ (kbfí) sem áður hér Stéttarfélag Byggingafræðinga (SFB)

Fráfarandi stjórn Kjaradeildar BFÍ skipa:

Formaður: Harpa Cilia Ingólfsdóttir

Varaformaður: Sveinn Björnsson

Aðrir stjórnarmeðlimir: Birkir Kúld, Ernir Brynjólfsson og Magnús Jónasson

Sveinn Björnsson og Birkir Kúld gáfu ekki kost á sér í kjaradeild á næsta starfsári. Í stað þeirra var kosin Ólöf Þrándardóttir og Eyjólfur Jónsson og óskar BFÍ þeim kærlega fyrir að taka þátt í kjaradeild BFÍ sem og Sveini og Birki fyrir vel unnin störf.

Hún Ingibjörg Ósk Birkisdóttir frá VFÍ kom á aðalfundinn og fjallaði um kjaradeild BFÍ og var þar margt fróðlegt sem erindi á við alla félagsmenn.

KJARAKÖNNUN BFÍ:

Frumniðurstöður kjarakönnunar var kynnt á fundinum og var skýrt frá vangaveltum stjórnar varðandi með hvaða hætti betur væri hægt að taka saman niðurstöður úr grunngögnum og verður skýrsla með niðurstöðum kjarakönnunar send öllum greiðandi félögum BFÍ á næstu vikum.

Þáttakendur í Kjarakönnun BFÍ sem fram fór í marsmánuði og lauk 5.apríl áttu möguleika að vera dregnir út og fá að launum gjafabréf fyrir 2 út að borða á veitingarstaðnum Monkeys. Prósent sem annaðist kjarakönnunina fyrir BFÍ var fengið til að draga út einn notenda og fékk formaður umslag með nafni þess sem var dreginn út. Sigurvegarinn úr þáttakendahópi kjarakönnuninnar var Guðmundur Heiðar Einarsson og óskar BFÍ honum kærlega til hamingju.

Reikningar félagsins og ákvörðun félagsgjalda:

Birkir Kúld, gjaldkeri BFÍ fór yfir reikninga félagsins fyrir sl starfsár og voru þeir samþykktir. Félagið stendur vel og er það fagnaðarefni. Á fundinum var einnig ákveðið að félagsgjöld muni haldast óbreytt fyrir komandi starfsár.

Stjórn BFÍ þakkar öllum þeim sem sáu sér fært að mæta á aðalfund félagsins.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.