Brautskráðir voru 180nemendur frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Eldborg í Hörpu, laugardaginn 10. febrúar. Á meðal brautskráðra að þessu sinni var Sigurþór Ingi Sigurþórsson en hann að útskrifaðist úr byggingafræðináminu með meðaleinkunnina 9,26, frábær árangur og fékk hann m.a. 10 fyrir lokaverkefnið sitt.
Venju samkvæmt veitir BFÍ verðlaun fyrir árangur í námi og hlaut Sigurþór Ingi bókargjöf frá BFÍ að þessu tilefni. Stjórn BFÍ óskar Sigurþóri Inga til hamingju með árangurinn.