Brautskráning frá HR

Brautskráning frá HR var 28.jan.2023 í Eldborg Hörpu við hátíðlega athöfn.

Byggingafræðingafélag Íslands veitir verðlaun til þess nemenda sem skarað hefur fram úr í náminu. Að þessu sinni var það Perla Njarðardóttir sem hlaut hæstu meðaleinkunn úr náminu og fékk hún bókina „Guðjón Samúelsson húsameistari“ að gjöf með kveðju frá BFÍ.

Við athöfnina flutti Perla einnig ræðu fyrir hönd nemenda og sagðist hún vera ævinlega þakklát fyrir tækifærunum sem skólagangan í HR hafi gefið sér, kennararnir hafa eflt sig og alla í bekknum meira en þeir geri sér grein fyrir.

BFÍ fagnar því að nám í byggingarfræði er í boði hér á landi og styrkir það byggingafræðistéttina sem heild en til langs tíma kallaði námið á flutning erlendis.

Byggingafræðingafélag Íslands óskar útskriftarnemum innilega til hamingju með áfangann með ósk um bjarta og farsæla framtíð.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.