Orlofssjóður – vetrarfrí í febrúar

Nú geta sjóðfélagar í Orlofssjóði KBFÍ sótt um orlofsdvöl í vetrarfríi grunnskólanna í febrúar 2023. Um er að ræða vikuna 23. febrúar – 2. mars.

Umsóknarfrestur er til 7. desember. Punktafrádráttur er sá sami og að sumri, 36 punktar. Sótt er um á orlofsvef OVFÍ; www.orlof.is/vfi (Velja „umsókn um úthlutun“ á stikunni). Aðeins í Klapparholti 8 og 10 er leyfilegt að vera með gæludýr. Vetrar- og páskafrísvikum er sem fyrr  úthlutað  eftir punktaeign félagsmanna. Frádráttur fyrir úthlutun er 36 punktar (sama og að sumri).

Vikan kostar 25 þúsund krónur. (Nema stóra húsið, Álfasteinssund 21 í Hraunborgum kostar 30 þúsund krónur). Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.