Um félagið

Byggingafræðingafélag Íslands var stofnað árið 1968 af 19 byggingafræðingum sem allir höfðu lokið námi í byggingafræði í Danmörku. Líkt og önnur fagfélög hér á landi er BFÍ hagsmunafélag sem vinnur að bættum kjörum starfsstéttarinnar auk þess að efla og bæta gæði mannvirkjagerðar hér á landi. Í 2. gr. laga félagsins er að finna yfirlýst markmið þess:

Markmið BFÍ er að efla og bæta allt er snýr að mannvirkjagerð og umhverfi þeirra. Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag og er því ætlað að gæta hagsmuna byggingafræðinga, efla samstarf þeirra, kynna starfsstéttina út á við og stuðla að aukinni fræðslu félagsmanna.

Byggingafræðingar fást við hönnun nýbygginga og endurgerð gamalla húsa, samningagerð við verktaka, kostnaðarmat, gerð raunteikninga eða hönnun eldvarna og hljóðeinangrunar, og margt fleira. Sérþekking þeirra er eftirsótt á vinnumarkaðinum og hún nýtist í auknum mæli við hönnun og byggingu stærri og minni mannvirkja.

Byggingafræðingafélag Íslands er með aðsetur að Engjateigi 9,105 Reykjavík

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.