Samstarf um upplýsingagjöf um algilda hönnun

Í dag, 5. maí var í húsi Grósku, skrifað undir samstarfsyfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), Arkitektafélags Íslands (AÍ), Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), Félags húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI), Byggingafræðingafélags Íslands (BFÍ) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um bætta upplýsingagjöf í aðgengismálum fyrir hönnuði í mannvirkjagerð.

Yfirlýsingin er svo hljóðandi:

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ), Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), Félag húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI), Byggingafræðingafélag Íslands (BFÍ) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) lýsa yfir vilja til samstarfs við að bæta upplýsingar og leiðbeiningar fyrir hönnuði og fagaðila í mannvirkjagerð og skipulagsmálum með áherslu á aðgengi fyrir fatlað fólk og algilda hönnun.

Samningsaðilar munu meðal annars vinna að gerð upplýsinga og leiðbeininga og halda fundi og vinnustofur með það fyrir augum að auka vitund um þarfir fatlaðs fólk í manngerðu rými og þróa hugvitssamar lausnir sem bæta aðgengi og auka lífsgæð

Frá undirskrift samstarfssamnings í Grósku

Stefán Þór Steindórsson, formaður Byggingafræðingafélags Íslands sagði við þetta tilefni að hér væri að fara af stað gríðarlega mikilvægt verkefni sem hann væri stoltur af að BFÍ taki þátt í.

Eins benti Stefán Þór á að verkefnið passaði vel við hlutverk BFÍ en í þeim segir “Markmið BFÍ er að efla og bæta allt er snýr að mannvirkjagerð og umhverfi þeirra. Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag og er því ætlað að gæta hagsmuna byggingafræðinga, efla samstarf þeirra, kynna starfsstéttina út á við og stuðla að aukinni fræðslu félagsmanna.”

Frétt á vef Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) má lesa hér https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/samstarf-um-upplysingagjof-um-algilda-honnun

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.