Stéttarfélag byggingafræðinga - SFB

Stéttarfélag byggingafræðinga semur um kaup og kjör fyrir byggingafræðinga og gætir hagsmuna þeirra. Allir þeir sem hafa viðurkennt háskólapróf í byggingafræði geta orðið meðlimir í Stéttarfélagi byggingafræðinga. Gerður var þjónustusamningur við Verkfræðingafélag Íslands um rekstur SFB og þjónustu þess við félagsmenn.  SFB býður félögum upp á eftirfarandi:
 
  • Aðgang og réttindi í sjóðum VFÍ, s.s. sjúkrasjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði á almennum vinnumarkaði og styrktarsjóði, orlofssjóði og vísindasjóði skv. kjarasamningi SFB við sveitarfélögin, önnur en Reykjavíkurborg.
  • Aðstoð við félagsmenn um gerð og yfirlestur ráðningarsamninga.
  • Aðstoð við undirbúning launaviðtala (og upplýsingar um markaðslaun).
  • Ókeypis lögfræðiaðstoð vegna ágreiningsmála við vinnuveitanda og 25% afslátt hjá lögfræðingi SFB vegna annarra mála. Lára V. Júlíusdóttir hrl. sinnir lögfræðilegri þjónustu til handa félaginu og félagsmönnum. Beiðni um þjónustu hennar þarf að fara í gegnum skrifstofu SFB.

Sviðsstjóri kjaramála hjá SFB er:
 
Elsa María Rögnvaldsdóttir
Sími: 535-9300 - 535-9309
netfang: elsa@verktaekni.is
 
Stéttarfélag byggingafræðinga
Verkfræðingahúsinu, Engjateig 9
105 Reykjavík
 
Með félagskveðju,
Stjórn SFB
 
Magnús Jónasson: magnusjonasson.7@gmail.com
Ólafur Ásmundsson: olias@simnet.is
Sigurjón Jónsson: sigurjonsmidur@gmail.com
 

 

Upplýsingar um þessi réttindi og þjónustu:

Upplýsingar um réttindi og þjónustu er að finna hér
Sækja þarf um aðild með rafrænni skráningu á heimasíðu BFÍ hér
Lög Stéttarfélags byggingafræðinga er að finna hér
Kjarasamninga SFB er að finna
hér

 
 


 
Eldra efni

Tilkynning vegna stofnunar Stéttarfélags byggingafræðinga                                                                                         

Reykjavík 28.febrúar. 2005

Ágætu byggingafræðingar!

Á félagsfundi stjórnar BFÍ á Fjörukránni þann 27. janúar síðastliðinn var stjórn SFB með stutta kynningu á því starfi sem unnið hefur verið að frá stofun og varpað var fram þeim möguleikum sem við sáum framundan og þeir þrír aðilar kynntir sem vænlegastir þóttu til samstarfs. Á þeim fundi var ákveðið að forgangsraða þessari vinnu og reyna til þrautar með samstarf við SV (Stéttarfélag Verkfræðinga). Stjórn SFB sendi síðan formlegt bréf þann 11.febrúar þar sem þess er farið á leit að Stéttarfélag Verkfræðinga taki að sér rekstur Stéttarfélags Byggingarfræðinga.

Orðrétt:

“Stjórn SFB hefur ákveðið að fara þess á leit við SV að það taki að sér rekstur SFB. Ganga hugmyndir okkar út á að félagsmenn okkar fái fulla aðild að orlofs- og sjúkrasjóðum félagsins sem og öðrum réttindum sem félagar í SV hafa innan stéttarfélagsins, eða á þeim grunni sem félögin koma sér saman um.

Það er skoðun okkar að  rekstur SFB falli vel að kjarnastarfsemi SV sem mun leiða til jákvæðra samlegðaráhrifa af samrekstri félaganna”

Í stuttu máli þá var það samþykkt af stjórn SV að taka að sér rekstur Stéttarfélags Byggingarfræðinga  að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hefur stjórn SFB hafið vinnu að uppkasti að  samstarfssamningi með stjórn SV og er fyrirhugað að bera hann upp á aðalfundi félagsins í apríl n.k. Vonandi getum við fagnað 1. árs afmæli félagsins með undirritaðan  samstarfssamning í höndunum.

Vill stjórn SFB með bréfi þessu hvetja félagsmenn BFÍ til að fylgjast vel með gangi mála og alla þá sem hyggja á aðild að stéttarfélaginu að senda okkur umsókn sem fyrst á skrifstofu BFÍ, á netfangið: sfb@bfi.is eða til stjórnarmanna SFB.

Árgjald í SV er 14.400 kr:  árið 2005.

Meðfylgjandi er umsóknareyðublað sem þið getið fyllt út og sent okkur.

Með félagskveðju.

Stjórn SFB.

Magnús Jónasson - netfang: magnusj@postur.is
Brynjar Einarsson - netfang: 
brynjarei@simnet.is

Meðstjórnandi: Sveinn Arnarsson