Starfsreglur Starfsmenntasjóðs BFÍ

Um sjóðinn
 
Félagar í BFÍ sem eru í atvinnuleit geta sótt um fræðslustyrk til starfsmenntasjóðs. Starfsmenntasjóður er varðveittur af gjaldkera BFÍ og er stærð hans ár hvert 10% af sjóðseign BFÍ eins og hún stendur á aðalfundi. Inneign sem ekki nýtist ár hvert rennur í sjóð BFÍ. Markmiðið er að stuðla að aukinni færni og menntun atvinnuleitenda og gefa þeim kost á að fylgjast með nýjungum þannig að atvinnuleit þeirra beri frekar árangur.
 
 
Styrkir til félagsmanna
1. grein
 
Félagsmenn sem sannanlega eru án atvinnu geta einir sótt um fræðslustyrk til starfsmenntasjóðs.
 
2. grein
 
Fræðslustyrkur nemur 50% af námskeiðsgjaldi en þó að hámarki kr. 20.000. Hver félagsmaður getur fengið fræðslustyrk einu sinni á ári þriðja hvert ár. Upphæð fræðslustyrks skal endurskoða ár hvert á aðalfundi. Stjórn gerir tillögu að breytingu á styrkupphæð sem borin skal undir atkvæði á aðalfundi.
 
3. grein
 
Sækja skal um fræðslustyrk til stjórnar starfsmenntasjóðs og skal á umsókninni koma fram: nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, gsm símanúmer, heimanetfang og nafn síðasta atvinnuveitanda. Með umsókninni skulu fylgja upplýsingar um fyrirhugað námskeið. Ákvörðun stjórnar varðandi umsókn félagsmanns um fræðslustyrk skal færð í fundargerð og tilkynnt umsækjanda með tölvupósti. Styrkur er greiddur út eftir að námskeiði hefur verið lokið og staðfesting hefur borist um að námskeið hafi verið sótt.
 
 
Stjórn sjóðsins
4. grein
 
Stjórn starfsmenntasjóðs er skipuð öllum sjö stjórnarmönnun BFÍ. Stjórnin skal halda skrá yfir félagsmenn sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum og þar skal koma fram til hvers konar námskeiða styrkir voru veittir. Í ársskýrslu stjórnar á aðalfundi BFÍ skal greina frá til hvers konar námskeiða styrkir voru veittir og hver er heildarupphæð þeirra.
 
5. grein
 
Reglur þessar voru samþykktar á aðalfundi BFÍ 29. apríl 2009.