Frestun aðalfundar BFÍ til hausts 2020 vegna Covid-19

Varðandi Aðalfund BFÍ á tímum Covid-19

Eins og félagsmönnum má vera ljóst er í gangi samkomubann sem tók gildi mánudaginn 16. mars. Bannið var í fyrstu áætlað í fjórar vikur, til og með mánudeginum 13. apríl (annar í páskum). Samkomubannið hefur verið endurmetið til 4.maí, það gæti lengst, styst og breyst eftir því sem aðstæður kalla á.

Stjórn BFÍ hefur metið stöðuna á þann veg að skynsamlegast sé að fresta fyrirhuguðum aðalfundi BFÍ sem halda átti þann 29.apríl til haustsins. Þetta stangast á við grein 14.2 í lögum félagsins sem kveða á um að aðalfund skuli halda árlega fyrir 1.maí.

Er þessi ákvörðun tekin meðal annars vegna þess að ljóst er að hápunktur faraldsins hefur ekki enn náð hámarki og þrátt fyrir að núverandi samkomubann sé áætlað til 13.apríl geti það mögulega lengst og verða tilmæli sóttvarnalæknis áfram vera að reyna að halda samkomum í lágmarki í þjóðfélaginu.

Stjórn BFÍ starfar því áfram fram á hausið 2020 og vonum við að félagsmenn virði ákvörðun stjórnar um frestunina og sýni ákvörðuninni skilning í ljósi aðstæðna.

Með kærri kveðju
Fyrir hönd Stjórnar BFÍ
Stefán Þór Steindórsson, formaður BFÍ