Fréttir af 56.aðalfundi BFÍ

Þann 11.apríl fór fram aðalfundur félagsins. Fráfarandi stjórn BFÍ skipa: Formaður: Stefán Þór Steindórsson Varaformaður: Stefanía Helga Pálmarsdóttir Gjaldkeri: Birkir Kúld Aðrir stjórnarmeðlimir: Sverrir Hermann Pálmarsson, Ólöf Þrándardóttir, Varamenn: Róbert Reynisson og Harpa Cilia Ingólfsdóttir. Þrjú sæti í stjórn BFÍ voru til kosningar en skemmst er að segja frá því að Stefanía Helga Pálmarsdóttir, Ólöf […]

56.Aðalfundur BFÍ 2024

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl kl. 18:00 á Sólon, Bankastræti 7a Allir byggingafræðingar eru hvattir til að fylgjast með og láta hagsmuni starfsstéttar sinnar sig varða. Framboð til stjórnar sendist á [email protected] fyrir 7.apríl Núverandi lög félagsins má finna hér https://bfi.is/samthykkt-a-adalfundi-29-april-2021/ Boðið verður uppá léttar veitingar. Dagskrá: Kveðja Stjórn BFÍ

55.Aðalfundur BFÍ

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. apríl kl. 18:00 á KEX við Skúlagötu Allir byggingafræðingar eru hvattir til að fylgjast með og láta hagsmuni starfsstéttar sinnar sig varða. Framboð til stjórnar sendist á [email protected] fyrir 11.apríl Núverandi lög félagsins má finna hér https://bfi.is/samthykkt-a-adalfundi-29-april-2021/ Boðið verður uppá léttar veitingar. Streymt verður frá fundinum fyrir þá sem ekki […]

Brautskráning frá HR

Brautskráning frá HR var 28.jan.2023 í Eldborg Hörpu við hátíðlega athöfn. Byggingafræðingafélag Íslands veitir verðlaun til þess nemenda sem skarað hefur fram úr í náminu. Að þessu sinni var það Perla Njarðardóttir sem hlaut hæstu meðaleinkunn úr náminu og fékk hún bókina „Guðjón Samúelsson húsameistari“ að gjöf með kveðju frá BFÍ. Við athöfnina flutti Perla […]

Rafræn byggingarleyfisumsókn

Í byrjun desember 2022 verða umsóknir um byggingarleyfi rafrænar hjá Reykjavíkurborg.  Byggingarfulltrúi ásamt Umhverfis- og skipulagssviði boða þess vegna til kynningarfundar á rafrænum byggingarleyfisumsóknum í Norðursal Hins hússins, Rafstöðvarvegi 7-9, 110 Reykjavík, föstudaginn 9. desember kl. 12.  Við þessi umskipti verða talsverðar breytingar á skilum gagna og meðhöndlun umsókna hjá Byggingarfulltrúa. Nú verður öllum umsóknum […]

Orlofssjóður – vetrarfrí í febrúar

Nú geta sjóðfélagar í Orlofssjóði KBFÍ sótt um orlofsdvöl í vetrarfríi grunnskólanna í febrúar 2023. Um er að ræða vikuna 23. febrúar – 2. mars. Umsóknarfrestur er til 7. desember. Punktafrádráttur er sá sami og að sumri, 36 punktar. Sótt er um á orlofsvef OVFÍ; www.orlof.is/vfi (Velja „umsókn um úthlutun“ á stikunni). Aðeins í Klapparholti 8 og […]

Samlokufundur: Góður vinnufélagi í góðum starfshópi

Góður vinnufélagi í góðum starfshópi Samlokufundur fimmtudaginn 3. nóvember Á Samlokufundi fimmtudaginn 3. nóvember kl. 12-13 mun Reynar Kári Bjarnason sálfræðingur flytja fyrirlesturinn „Góður vinnufélagi í góðum starfshópi.“ Fjallað verður um hvað einkennir hópa, góðar og slæmar samskiptavenjur á vinnustað, ábyrgð stjórnenda, fagmennsku og góðan liðsanda. Reynar Kári hefur starfað sem sálfræðingur síðan árið 2012. […]

Haustfagnaður 2022

Haustfagnaður BFÍ verður haldinn þann 28. október 2022. Að þessu sinni verður haustfagnaðurinn haldinn í sal VFÍ að Engjateig 9, 105 Reykjavík. Dagskráin er þétt þetta árið en fram koma Vilhelm Anton Jónsson, Jakob Birgisson og Magnús Hafdal. Léttar veitingar í boði. Húsið opnar kl. 19:30 og eru byggingafræðingar hvattir til að fjölmenna.

Kjarakönnun BFÍ 2022

Kjarakönnun BFÍ var framkvæmd af Prósenti á tímabilinu 1. til 27. apríl 2022. Í úrtaki voru 400 byggingafræðingar á Íslandi. Svarendur voru 173 og svarhlutfall 43%. Þátttakendur voru beðnir um að svara spurningum út frá stöðu á vinnumarkaði og launum í febrúarmánuði árið 2022. Niðurstöður kjarakönnuninnar hafa nú verið send félagsmönnum í tölvupósti. Hafi póstur […]

Hlaðvarpsþættir frá SBR í Svíðþjóð.

SBR – Svenska Byggingenjörers Riksförbund sem er eitt af samstarfsfélögum BFÍ á norðurlöndunum heldur úti hlaðvarpi um byggingarbransann í Svíðþjóð og er vert að benda byggingafræðingum á hlaðvarpsþættina. https://byggochfastighetspodden.podbean.com/

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.